top of page

Summit EMEA Microsoft ráðstefna í Amsterdam

Summit EMEA, var ráðstefna Dynamics hópa Microsoft í Evrópu. Ráðstefnan var haldin í Amsterdam daganna 3. - 6. apríl. Fjórar línur voru á ráðstefnunni AX, NAV, CRM og PBI.

Lectus var skráð á PBI línuna og fylgdist með fyrirlestrum frá morgni til kvölds á hvaða vegferð Microsoft er með Power BI. Það er augljóst að Microsoft ætlar sér stóra hluti með Power BI og var gaman að fylgjast með forriturum og ráðgjöfum frá höfuðstöðvum Microsoft í Redmont, skýra út bæði virkni og sýn fyrir Power BI.

Þó Power BI sé að flestu leiti aðgengilegt "tól", þá er að mörgu að huga fyrir fyrirtæki sem ætla að innleiða notkun á Power BI við upplýsingagjöf. Lectus vill vera fyrirtækjum til stuðnings og ráðgjafar í slíkum verkefnum.


bottom of page